Blaut og vindasöm sumarkvöld halda lúsmýinu í skefjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2018 12:15 Sumarið 2015 sagði Fréttablaðið frá því að maður hefði verið bitinn af lúsmý á meðan hann dvaldi í sumarbústað í Kjós. Vargurinn hefur dreift sér víðar um landið undanfarin ár. Vísir/Samsett mynd Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015. Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015.
Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15