Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 5. júlí 2018 06:00 Gissur Pétursson, formaður FFR. vísir/vilhelm „Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00