Dýrmætasta auðlind jarðar Úrsúla Jünemann skrifar 5. júlí 2018 07:00 Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vatn er tvímælalaust mikilvægasta auðlind jarðar, án vatnsins er ekkert líf. Í heita pottinum um daginn var veðrið eins og oft áður aðalumræðuefnið og þá sérlega sú vætutíð sem hefur ríkt hér á Suðvesturlandi allan júní. Auðvitað vildum við hafa það öðruvísi og liggja í sólbaði, alla vega svona af og til. En hugsum dæmið til enda. Hvort er betra: Að hafa aðgang að ómældu magni af góðu drykkjarvatni og meira að segja einnig af heitu vatni, eða að þurfa að skammta sér nauðsynlega daglega vatnið eða jafnvel að fá alls ekki hreint og ómengað vatn? Mér er alltaf minnisstætt þegar ég fór með gönguferðafélögum yfir Arnarvatnsheiðina. Þegar komið er fyrir ofan stóru vötnin gengur maður yfir svæði þar sem tært lindarvatn sprettur alls staðar upp í fallegum litlum lækjum. Maður frá Austurlöndum nær var meðal þátttakenda og hann ætlaði alveg að missa sig í að dást að þessu og vildi bara hafa eina svona tæra lind nálægt heima hjá sér. En hann fær steikjandi sól nánast allan ársins hring. Gæðunum í heiminum er misskipt. Við á þessu rigningarsama landi tökum hreina vatnið sem sjálfsagðan hlut. Og förum ekki alltaf nógu gætilega að til að varðveita þessa auðlind. Enn rennur skólp óhreinsað í ár, vötn og læki. Plön um að leggja háspennulínur yfir vatnsverndarsvæði eða leyfa mengandi starfsemi rétt við útjaðar þess eru auðvitað út í hött. Það mætti efla eftirlit og vöktun á vatnasvæðum til muna þó að það kosti. Við viljum ekki þurfa að sjóða allt drykkjarvatn af því að það finnst mengun í því. Allir íbúar verða að vinna sem einn í að huga að vatnsvernd. Það er ekki í lagi að henda alls konar sulli í niðurföllin. Það er ekki í lagi að þvo bílana heima hjá sér með mengandi efnum. Það er ekki í lagi að nota eiturefni t.d. illgresiseyði og úðun á tré og runna í görðunum. Það fer nefnilega með regnvatninu í jarðveginn og svo áfram þó að framleiðendur slíkra efna vilji telja okkur trú um annað. Sjórinn í kringum okkar land skapar mikil verðmæti. Þar er margt sem mætti betur fara. Það eru nefnilega ekki hvalir sem éta fiskinn frá okkur heldur er það mannfólkið sem eyðileggur mikilvæg hrygningarsvæði með botnvörpum sem stórskemma allt lífríkið á hafsbotninum. Með því að stífla jökulár til þess að virkja verða mikilvæg næringarefni eftir í lónunum sem myndu annars fara í sjóinn og auka þar frjósemina. Fiskeldi í sjávarkvíum í stórum stíl er mjög varasamt. Allar rannsóknir í þeim fjörðum þar sem þetta er stundað sýna mikla mengun með slæmum áhrifum á lífríkið. Landeigendur hafa hér á landi mikið vald, geta ráðskast með vatnsauðlindirnar á sínu landi nánast eftir vild og farið í framkvæmdir sem geta valdið miklu tjóni á náttúrugersemum. Síðustu árin hafa auðmenn keypt upp heilu jarðirnar án þess að hafa búsetu þar. Hér þarf að grípa inn í með löggjöf til að hindra það. Það er nefnilega svo freistandi að vilja „nýta allt það vatn sem fer ónotað til sjávar“. Sumir vilja verða ríkir helst á einni nóttu. Vatnsvernd kostar sitt en þeir sem vilja græða hratt reyna oft að komast hjá því að borga í þennan sjóð. En þetta kallast að stunda rányrkju. Afleiðingar munu kosta komandi kynslóðir margfalt meira seinna. Svo, gott fólk, hættum að kvarta þó að mikið rigni hér á SV-landi. Gleðjumst yfir okkar stórkostlegu vatnsauðlindum og stöndum vörð um þær.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun