Þurrkur á fjármagnsmarkaði Agnar Tómas Möller skrifar 4. júlí 2018 07:00 Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður „eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis. Nýleg könnun sýnir mikinn viðsnúning í væntingum stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sem hafa ekki verið svartsýnni á ástand efnahagsmála næstu missera í sextán ár. Nýlegar kortaveltutölur gefa sterkar vísbendingar um að hægja taki á einkaneyslu og dróst innlend kortavelta saman á milli á ára að raunvirði í maí. Það er áhyggjuefni að samhliða þessari þróun haldast vextir á skuldabréfamarkaði áfram háir þrátt fyrir lága verðbólgu og verðbólguvæntingar. Í nýjustu könnun sem Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári á væntingum helstu markaðsaðila á skuldabréfamarkaði koma fram skýrar væntingar um óbreytta vexti Seðlabankans næstu misseri og ár, þótt greiningardeildir hneigist frekar til lækkunar. Á sama tíma eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa (til 4 ára) hins vegar um 1% hærri en skammtímavextir. Undanfarið hafa vaxtaálögur fyrirtækja og sveitarfélaga ofan á ríkistryggða skuldabréfavexti vaxið umtalsvert – flest smærri og millistór fyrirtæki geta í raun ekki sótt sér fjármagn gegnum skuldabréfaútgáfu í dag á eðlilegum kjörum. Hvað veldur þessari þróun? Ástæðuna má fyrst og fremst finna í því að frá árinu 2015 hefur eftirspurn eftir fjármagni á skuldabréfamarkaði dregist mjög saman og framboð að sama skapi aukist. Lífeyrissjóðir veittu árið 2015 nær engin sjóðsfélagalán en veita nú yfir 100 milljarða króna nettó á ársgrunni á sama tíma og útgáfa skuldabréfa hefur vaxið mikið – fyrstu fimm mánuði þessa árs er skuldabréfaútgáfa á ársgrunni um 45% hærri en meðaltal seinustu fjögurra ára. Önnur kúvending frá 2015 er sú að lífeyrissjóðir flytja nú um 120 milljarða á ári út úr hagkerfinu að viðbættum öðrum innlendum fjárfestum. Á sama tíma hefur erlendum aðilum verið haldið frá skuldabréfamarkaðnum með innflæðishöftum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi innflæðishaftanna að undanförnu, óþarfa þeirra og áhrif þeirra á íslenskt vaxtastig – nú seinast í niðurstöðum þeirra erlendu sérfræðinga sem nefnd um endurskoðun peningastefnunnar kallaði til. Skaðsemi hafta er meiri því smærri sem fjármagnsmarkaðir eru þar sem höft loka fyrir ákveðnar tegundir fjárfesta og stuðla að fákeppni fyrir þá sem eftir sitja. Einnig hefur mikil aukning sjóðsfélagalána lífeyrissjóða sogað til sín stóran hluta ráðstöfunarfjár þeirra sem hefur ásamt brotthvarfi erlendra skuldabréfafjárfesta stuðlað að fallandi veltu á skuldabréfamarkaði. Samkvæmt tölum Seðlabankans minnkaði skuldabréfaeign lífeyrissjóða um 90 milljarða króna á árinu 2017, leiðrétt fyrir verðbólgu og metnu meðaltali áfallinna vaxta. Áhrif þessa birtast víða. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang hefur ávöxtun hlutabréfavísitölunnar einungis verið 3% á ári frá árslokum 2015 samanborið við 12% árlega ávöxtun S&P 500. Seinustu 12 mánuði hefur íslenska hlutabréfavísitalan lækkað um 0,5% en innlend fyrirtæki sem eru háð fjármögnun á innlendum skuldabréfamarkaði hafa hrapað fram af björgum. Atvinnuhúsnæðisfélögin þrjú hafa lækkað um 22% að meðaltali og vegin rekstrarávöxtunarkrafa umfram áhættulausa vexti nærri tvöfaldast, úr um 2% í 4%. Eina skráða íbúðaleigufélagið selst nú á 70% af bókfærðu virði eigna sinna. Í umhverfi eins og hér hefur verið lýst vilja fjárfestar síður taka áhættu og ráðast í ný verkefni, frekar minnka skuldir og kaupa til baka eigið fé fyrirtækja. Með miklar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og öðrum innviðum fram undan, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Vandinn er hins vegar heimatilbúinn. Óbreytt haftastefna Seðlabankans, sem lokar á aðgengi íslenskra fyrirtæki að nýju fjármagni, mun sjá til þess að kæla hagkerfið niður fyrir frostmark. Er ekki tími til kominn að við hlustum á ráðleggingar erlendra sérfræðinga?
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun