Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 12:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar. Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30