Eistun afdrifaríku Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar