Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2018 15:41 Gítargoðsögnin Slash og leðurbarkinn Axl Rose á tónleikum í Madison Square Garden í fyrra. Þeir koma fram á Laugardalsvelli á þriðjudag í úrhellisrigningu, samkvæmt veðurspám. Vísir/getty Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. Tónleikarnir verða haldnir á Laugardalsvelli þriðjudaginn 24. júlí næstkomandi og er eflaust beðið með mikilli eftirvæntingu.Hóflegar kröfur komu á óvart Allur búnaður til tónleikahaldsins, um 56 gámar af varningi auk 100 vörubíla, er kominn til landsins en sveitin sjálf er ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag, að sögn Björns Teitssonar, upplýsingafulltrúa.Sjá einnig: Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Aðspurður segir Björn að tónleikahöldurum hafi helst komið á óvart hvað svokallaður „rider“, eða óskalisti, rokkstjarnanna er hóflegur. Á meðal þess sem hljómsveitin vill hafa aðgengilegt baksviðs á tónleikunum á þriðjudag eru jógadýnur og grænt te – töluverð breyting frá því sem beðið var um á sokkabandsárum sveitarinnar. „Þeir eru hættir að reykja og drekka og eru að reyna að halda sér í formi út túrinn,“ segir Björn.Tölvuteikning Tómasar Péturssonar af tónleikasvæðinu.Mynd/Tómas PéturssonRigning en blankalogn á tónleikadag Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er von á töluverðri rigningu í Reykjavík á þriðjudag en Björn segir engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar til að halda áhorfendum þurrum. Eins og spáin er núna verður enn fremur blankalogn á tónleikasvæðinu og því ætti hljómburður að vera með besta móti. Þá er gert ráð fyrir að sviðið sem nú er verið að setja upp á Laugardalsvelli verði 65 metra breitt og 22 metrar það sem það rís hæst. Áhorfendur geta auk þess fylgst með meðlimum Guns N‘ Roses á þremur risaskjám við sviðið. Eins og áður segir er búið að selja 22 þúsund miða á tónleikana og segir Björn að vonir séu bundnar við að selja tvö til þrjú þúsund miða í viðbót. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að hliðin inn á tónleikasvæðið á þriðjudaginn opni klukkan 16:30. Vegna mikils fólksfjölda hefur verið ákveðið að bæta við inngöngum við suðurhlið leikvangsins. Þá mun hljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedowns hefja upphitun um klukkan 18 og því næst tekur íslenska rokksveitin Brain Police við. Axl Rose, Slash og félagar stíga svo á stokk um klukkan 20, að því er segir í tilkynningu.Frá undirbúningi á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Aðsend Tónlist Tengdar fréttir Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram KSÍ vildi ekki leigja tónleikahöldurum Guns N'Roses Laugardalsvöll nema með fyrirframgreiðslu. Gangi verkefnið vel gæti það opnað risastórar dyr. Grasið verður verndað og skilað í fullkomnu ástandi. 5. júlí 2018 06:00 Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Brain Police hita upp fyrir GNR og 2000 miðum bætt við Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns n Roses hafa bætt við 2000 miðum aukalega í sölu og tilkynnt að íslenska sveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana. 12. júlí 2018 21:45 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. Tónleikarnir verða haldnir á Laugardalsvelli þriðjudaginn 24. júlí næstkomandi og er eflaust beðið með mikilli eftirvæntingu.Hóflegar kröfur komu á óvart Allur búnaður til tónleikahaldsins, um 56 gámar af varningi auk 100 vörubíla, er kominn til landsins en sveitin sjálf er ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag, að sögn Björns Teitssonar, upplýsingafulltrúa.Sjá einnig: Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Aðspurður segir Björn að tónleikahöldurum hafi helst komið á óvart hvað svokallaður „rider“, eða óskalisti, rokkstjarnanna er hóflegur. Á meðal þess sem hljómsveitin vill hafa aðgengilegt baksviðs á tónleikunum á þriðjudag eru jógadýnur og grænt te – töluverð breyting frá því sem beðið var um á sokkabandsárum sveitarinnar. „Þeir eru hættir að reykja og drekka og eru að reyna að halda sér í formi út túrinn,“ segir Björn.Tölvuteikning Tómasar Péturssonar af tónleikasvæðinu.Mynd/Tómas PéturssonRigning en blankalogn á tónleikadag Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er von á töluverðri rigningu í Reykjavík á þriðjudag en Björn segir engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar til að halda áhorfendum þurrum. Eins og spáin er núna verður enn fremur blankalogn á tónleikasvæðinu og því ætti hljómburður að vera með besta móti. Þá er gert ráð fyrir að sviðið sem nú er verið að setja upp á Laugardalsvelli verði 65 metra breitt og 22 metrar það sem það rís hæst. Áhorfendur geta auk þess fylgst með meðlimum Guns N‘ Roses á þremur risaskjám við sviðið. Eins og áður segir er búið að selja 22 þúsund miða á tónleikana og segir Björn að vonir séu bundnar við að selja tvö til þrjú þúsund miða í viðbót. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum kemur fram að hliðin inn á tónleikasvæðið á þriðjudaginn opni klukkan 16:30. Vegna mikils fólksfjölda hefur verið ákveðið að bæta við inngöngum við suðurhlið leikvangsins. Þá mun hljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedowns hefja upphitun um klukkan 18 og því næst tekur íslenska rokksveitin Brain Police við. Axl Rose, Slash og félagar stíga svo á stokk um klukkan 20, að því er segir í tilkynningu.Frá undirbúningi á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Aðsend
Tónlist Tengdar fréttir Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram KSÍ vildi ekki leigja tónleikahöldurum Guns N'Roses Laugardalsvöll nema með fyrirframgreiðslu. Gangi verkefnið vel gæti það opnað risastórar dyr. Grasið verður verndað og skilað í fullkomnu ástandi. 5. júlí 2018 06:00 Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Brain Police hita upp fyrir GNR og 2000 miðum bætt við Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns n Roses hafa bætt við 2000 miðum aukalega í sölu og tilkynnt að íslenska sveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana. 12. júlí 2018 21:45 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram KSÍ vildi ekki leigja tónleikahöldurum Guns N'Roses Laugardalsvöll nema með fyrirframgreiðslu. Gangi verkefnið vel gæti það opnað risastórar dyr. Grasið verður verndað og skilað í fullkomnu ástandi. 5. júlí 2018 06:00
Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00
Brain Police hita upp fyrir GNR og 2000 miðum bætt við Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns n Roses hafa bætt við 2000 miðum aukalega í sölu og tilkynnt að íslenska sveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana. 12. júlí 2018 21:45
Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15