Er hið smáa stærst? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Ég sá afar hjartnæma heimildarmynd í síðustu viku. Hreint hjarta heitir hún, og eins og með öll góð verk fékk hún mig til að brjóta heilann um lífsins leyndardóma. Fór ég meðal annars að hugsa um heimþrána sem gerir stundum vart við sig þegar ég sé myndefni frá Íslandi. Ég komst hins vegar að því að það örlar síst á henni þegar ég sé einhverja stórviðburði, stjörnufans eða hátíðarhöld. Fjölmennt víkingaklapp, Júróvisjón gilli, kosningavaka og troðfullt sófasett af frægu fólki hjá Gísla Marteini, allt er þetta ósköp skemmtilegt en vekur engan veginn hjá mér heimþrá, söknuð eða frekari sannfæringu um ágæti lands og þjóðar. Svo var ég að horfa á þessa dásamlegu mynd og heyri í hrossagauki, sé gamlan prest ösla snjó á myrkvuðum mánudegi, skafa af bíl sínum, tala við dauðvona vin sinn, bíða í öngum sínum eftir óstundvísum hringjara og þá fer gamla heimahjartað að slá ótt og títt og vitund mín veit allt í einu ekkert fegurra en lífið á Íslandi. Ég spyr eins og unglingarnir; hvað er þetta? Er það þá þannig sem hugur og hjarta virka? Með öðrum orðum, er það hugsanlegt að þegar maður er kominn að grafarbakkanum og hugsar til baka að þá staldri maður síður við brúðkaupin, útskriftirnar, afrekin á ferlinum og húllumhæið eftir Englandsleikinn en hugsi af þeim mun meira hjartnæmi um það þegar maður lagaði kaffi á morgnana, átti viðtal við vini í vanda, heyrði fuglasöng í vornóttinni og alla þessa litlu hluti sem virðast svo yfirmáta hversdagslegir á meðan á þeim stendur? Kannski er lífsfjörið þarna þó vissulega megi hafa gaman af því þegar kóngurinn má vera að því að klingja við mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sá afar hjartnæma heimildarmynd í síðustu viku. Hreint hjarta heitir hún, og eins og með öll góð verk fékk hún mig til að brjóta heilann um lífsins leyndardóma. Fór ég meðal annars að hugsa um heimþrána sem gerir stundum vart við sig þegar ég sé myndefni frá Íslandi. Ég komst hins vegar að því að það örlar síst á henni þegar ég sé einhverja stórviðburði, stjörnufans eða hátíðarhöld. Fjölmennt víkingaklapp, Júróvisjón gilli, kosningavaka og troðfullt sófasett af frægu fólki hjá Gísla Marteini, allt er þetta ósköp skemmtilegt en vekur engan veginn hjá mér heimþrá, söknuð eða frekari sannfæringu um ágæti lands og þjóðar. Svo var ég að horfa á þessa dásamlegu mynd og heyri í hrossagauki, sé gamlan prest ösla snjó á myrkvuðum mánudegi, skafa af bíl sínum, tala við dauðvona vin sinn, bíða í öngum sínum eftir óstundvísum hringjara og þá fer gamla heimahjartað að slá ótt og títt og vitund mín veit allt í einu ekkert fegurra en lífið á Íslandi. Ég spyr eins og unglingarnir; hvað er þetta? Er það þá þannig sem hugur og hjarta virka? Með öðrum orðum, er það hugsanlegt að þegar maður er kominn að grafarbakkanum og hugsar til baka að þá staldri maður síður við brúðkaupin, útskriftirnar, afrekin á ferlinum og húllumhæið eftir Englandsleikinn en hugsi af þeim mun meira hjartnæmi um það þegar maður lagaði kaffi á morgnana, átti viðtal við vini í vanda, heyrði fuglasöng í vornóttinni og alla þessa litlu hluti sem virðast svo yfirmáta hversdagslegir á meðan á þeim stendur? Kannski er lífsfjörið þarna þó vissulega megi hafa gaman af því þegar kóngurinn má vera að því að klingja við mann.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun