Gullkynslóðin er rétt að byrja 16. júlí 2018 22:00 Frakkar lyfta bikarnum. vísir/getty Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira