Forsætisráðherra Haítí, Jack Guy Lafontant hefur beðist lausnar frá embætti sínu eftir að áform hans um að hækka eldsneytisverð hrintu af stað hörðum mótmælum.
AP greinir frá því að Lafontant hafi tilkynnt þingmönnum afsögn sína og staðfesti Jovenel Moise, forsetu Haítí uppsögn Lafontant á Twitter síðu sinni.
Áform ríkisstjórnar Lafontant um að hækka eldsneytisverð um allt að 51% féll illa í kramið í Karíbahafsríkinu. Mikil mótmæli áttu sér stað í landinu og létu 7 lífið hið minnsta í mótmælunum.
Skipan eftirmanns Lafontant er í höndum forsetans Moise og mun þurfa samþykki efri deildar haítíska þingsins.
