Hörður Axel snéri aftur í lið Keflavíkur um mitt tímabil Domino's deildarinnar síðasta vetur eftir að hafa spilað fyrir lið Astana í Kasakstan.
Eftir að Keflavík datt út í 8-liða úrslitum í vor samdi Hörður við Kymis í Grikklandi um að spila með liðinu út yfirstandandi leiktíð.
Allir leikmenn kvennaliðs Keflavíkur endurnýjuðu samninga sína fyrir utan Thelmu Dís Ásgeirsdóttur. Auk þess snúa María Ben Jónsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir aftur til Keflavíkur og Bryndís Guðmundsdóttir hefur hafið æfingar með liðinu á fullu eftir barnsburð.