Zinedine Zidane með risatilboð í höndunum: 25 milljarðar fyrir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 10:30 Zinedine Zidane og Luka Modric með bikarinn með stóru eyrun. Real Madrid vann Meistaradeildina öll ár Zidane með liðið. Vísir/Getty Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira