Segir skilyrðin ekki teljandi hindrun fyrir ferðaskrifstofur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Ráðherra telur skilyrðin ekki vera mikla hindrun. Vísir/Eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00