Tryggvi „raunverulegur víkingur“ sem vælir ekki yfir neinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Tryggvi Snær Hlinason stefnir á að verða annar Íslendingurinn til þess að spila í NBA deildinni mynd/raptors „Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér. NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
„Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér.
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira