Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 20:37 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. MYND/LANDSPÍTALI „Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
„Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17