Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 20:34 Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018 NATO Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018
NATO Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent