„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. júlí 2018 12:35 Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. Vísir/GVA „Miðað við það sem þeir segja sjálfir og ef maður horfir á stöðuna þá eru þeir að lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, um flugfélagið Icelandair í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlutabréfaverð flugfélagsins lækkaði um fjórðung í gær í kjölfar aðkomuviðvörunar síðastliðið sunnudagskvöld. Konráð sagði hagnað flugfélagsins hafa dregist gríðarlega saman, olíuverð hækkað mikið og ýmiskonar vaxtarverkir sem hrjá flugfélagið. Hann sagði samkeppni í flugi yfir Atlantshafið gríðarlega mikla sem er helsta leið Icelandair. Verð á flugfargjöldum hafa ekki hækkað samhliða því að kostnaður hefur aukist. „Við finnum það líka því það hefur aldrei verið jafn ódýrt fyrir Íslendinga að fara til útlanda,“ sagði Konráð.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.VísirNáð að nýta staðsetninguna vel Hann var spurður hvort að það sé mögulegt fyrir Icelandair að keppa á lággjalda flugmarkaði og þurfa um leið að borga laun eftir íslenskum kjarasamningum. Konráð svaraði því til að það mætti svo sem spyrja sig að því en benti á að heilmikið vinni með íslenskum flugmarkaði, þar á meðal staðsetningin sem sé ein og sér lykilatriði fyrir Icelandair og WOW Air sem bæði hafa náð að nýta sér hana vel. Hann sagði að vöxtur bæði Icelandair og WOW Air hefði gengið afar vel þar sem flugfélögin hafa náð fylla vélarnar hjá sér og auka markaðshlutdeildina.Hættuleg skilaboð ef ríkið kemur til bjargar Konráð sagði ansi margt þurfa að ganga á svo að íslenska ríkið komi Icelandair til aðstoðar og vonaðist hann til að svo yrði ekki. „Það getur sent svolítið hættuleg skilaboð til þess sem ætlar að stofna flugfélag næst. Að hann hugsi sér að stækka sem mest á sem stystum tíma og vona að einhver bjargi sér,“ sagði Konráð. Hann benti á að Icelandair sé með ansi gott vað fyrir neðan sig. Fyrirtækið sé ekki mikið skuldsett og sé með mikið reiðufé. Það á því að geta lifað við erfiðleika í rekstri í einhvern tíma.Verð hlutabréfa Icelandair hefur lækkað mikið eftir aðkomuviðvörun.Vísir/GettyRætt var um hrunið á hlutabréfum flugfélagsins en Konráð benti á að verð á hlutabréfum flugfélagsins væri enn þrisvar sinnum hærra en það var fyrir sjö árum síðan. Nú væri vitað að verð hlutabréfanna hefði mögulega farið í óeðlilega hæð, áður en krónan styrktist, áður en laun hækkuðu, flugfargjöld lækkuðu enn frekar og olíuverð hækkaði. Hann sagði fregnir af fjölgun flugfarþega um Keflavíkurflugvöll í júní mánuði óvænta en ánægjulega en óvíst er hvað það hefur að segja um fjölda ferðamanna hér á landi því að hlutfall skiptifarþega, það er þeirra sem einungis millilenda hér á landi og fara aldrei út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar, skekki þá tölu mikið.Vita lítið um fjárhagsstöðu WOW Air Konráð sagði að annað sem væri ákveðin mótsögn í þessu, þegar kemur að fréttum af samdrætti í ferðaþjónustunni, að á sama tíma birti WOW Air að sætanýting flugfélagsins væri í topp og mikill vöxtur hjá fyrirtækinu. „Sem er gott en málið er að við vitum ekkert um hver fjárhagsstaðan er þar og margt af því sem er að hrjá Icelandair hlýtur að hrjá WOW Air líka. Þar sem WOW Air er ansi stórt og mikilvægt fyrirtæki, þá er það svolítið óheppilegt þegar maður er að reyna að skyggnast inn í hvað er fram undan í hagkerfinu,“ sagði Konráð. Flugfélögin tvö eru afar mikilvæg íslensku efnahagslífi en samanlagt standa þau undir átta af hverjum tíu áætlunarferðum héðan til útlanda.Á vef Túrista er greint frá því að WOW Air hafi afhent Samgöngustofu ársreikning fyrir árið 2017 en ekki sé enn vitað hvort félagið hafi skilað tapi á síðasta ári.Betur í stakk búin að takast á við niðursveiflu Tíðindi af samdrætti í ferðaþjónustunni sem hefur verið meginstoð í atvinnulífinu á Íslandi vakti upp spurningar hjá þáttastjórnendum um möguleika á öðru hruni eða einhverskonar samdrætti í efnahagslífinu. Konráð sagði að ef það yrði einhverskonar niðursveifla í efnahagslífinu þá sé staðan á Íslandi í dag öðruvísi en fyrir hrunið árið 2008. Skuldsetning heimila og fyrirtækja sé lítil og margt sem bendi til þess að Íslendingar séu betur í stakk búnir til að takast á við niðursveiflu. Það muni alltaf verða tímabundnir efnahagserfiðleikar en hægt sé að reyna að koma í veg fyrir þá og vera undir það búinn að takast á við slíka erfiðleika.Sami fjöldi og árið 2014 ef ferðamönnum fækkar um helming Hann tók sem dæmi að ef ferðamönnum hér á landi myndu fækka um 50 prósent þá yrði fjöldi þeirra sá sami og árið 2014, þegar mörgum þótti jafnvel of mikið af ferðamönnum á Íslandi. Ástandið gæti reynst blóðugt fyrir marga í stuttan tíma þar sem harkaleg aðlögun yrði en svo muni lífið halda áfram. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Miðað við það sem þeir segja sjálfir og ef maður horfir á stöðuna þá eru þeir að lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, um flugfélagið Icelandair í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlutabréfaverð flugfélagsins lækkaði um fjórðung í gær í kjölfar aðkomuviðvörunar síðastliðið sunnudagskvöld. Konráð sagði hagnað flugfélagsins hafa dregist gríðarlega saman, olíuverð hækkað mikið og ýmiskonar vaxtarverkir sem hrjá flugfélagið. Hann sagði samkeppni í flugi yfir Atlantshafið gríðarlega mikla sem er helsta leið Icelandair. Verð á flugfargjöldum hafa ekki hækkað samhliða því að kostnaður hefur aukist. „Við finnum það líka því það hefur aldrei verið jafn ódýrt fyrir Íslendinga að fara til útlanda,“ sagði Konráð.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.VísirNáð að nýta staðsetninguna vel Hann var spurður hvort að það sé mögulegt fyrir Icelandair að keppa á lággjalda flugmarkaði og þurfa um leið að borga laun eftir íslenskum kjarasamningum. Konráð svaraði því til að það mætti svo sem spyrja sig að því en benti á að heilmikið vinni með íslenskum flugmarkaði, þar á meðal staðsetningin sem sé ein og sér lykilatriði fyrir Icelandair og WOW Air sem bæði hafa náð að nýta sér hana vel. Hann sagði að vöxtur bæði Icelandair og WOW Air hefði gengið afar vel þar sem flugfélögin hafa náð fylla vélarnar hjá sér og auka markaðshlutdeildina.Hættuleg skilaboð ef ríkið kemur til bjargar Konráð sagði ansi margt þurfa að ganga á svo að íslenska ríkið komi Icelandair til aðstoðar og vonaðist hann til að svo yrði ekki. „Það getur sent svolítið hættuleg skilaboð til þess sem ætlar að stofna flugfélag næst. Að hann hugsi sér að stækka sem mest á sem stystum tíma og vona að einhver bjargi sér,“ sagði Konráð. Hann benti á að Icelandair sé með ansi gott vað fyrir neðan sig. Fyrirtækið sé ekki mikið skuldsett og sé með mikið reiðufé. Það á því að geta lifað við erfiðleika í rekstri í einhvern tíma.Verð hlutabréfa Icelandair hefur lækkað mikið eftir aðkomuviðvörun.Vísir/GettyRætt var um hrunið á hlutabréfum flugfélagsins en Konráð benti á að verð á hlutabréfum flugfélagsins væri enn þrisvar sinnum hærra en það var fyrir sjö árum síðan. Nú væri vitað að verð hlutabréfanna hefði mögulega farið í óeðlilega hæð, áður en krónan styrktist, áður en laun hækkuðu, flugfargjöld lækkuðu enn frekar og olíuverð hækkaði. Hann sagði fregnir af fjölgun flugfarþega um Keflavíkurflugvöll í júní mánuði óvænta en ánægjulega en óvíst er hvað það hefur að segja um fjölda ferðamanna hér á landi því að hlutfall skiptifarþega, það er þeirra sem einungis millilenda hér á landi og fara aldrei út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar, skekki þá tölu mikið.Vita lítið um fjárhagsstöðu WOW Air Konráð sagði að annað sem væri ákveðin mótsögn í þessu, þegar kemur að fréttum af samdrætti í ferðaþjónustunni, að á sama tíma birti WOW Air að sætanýting flugfélagsins væri í topp og mikill vöxtur hjá fyrirtækinu. „Sem er gott en málið er að við vitum ekkert um hver fjárhagsstaðan er þar og margt af því sem er að hrjá Icelandair hlýtur að hrjá WOW Air líka. Þar sem WOW Air er ansi stórt og mikilvægt fyrirtæki, þá er það svolítið óheppilegt þegar maður er að reyna að skyggnast inn í hvað er fram undan í hagkerfinu,“ sagði Konráð. Flugfélögin tvö eru afar mikilvæg íslensku efnahagslífi en samanlagt standa þau undir átta af hverjum tíu áætlunarferðum héðan til útlanda.Á vef Túrista er greint frá því að WOW Air hafi afhent Samgöngustofu ársreikning fyrir árið 2017 en ekki sé enn vitað hvort félagið hafi skilað tapi á síðasta ári.Betur í stakk búin að takast á við niðursveiflu Tíðindi af samdrætti í ferðaþjónustunni sem hefur verið meginstoð í atvinnulífinu á Íslandi vakti upp spurningar hjá þáttastjórnendum um möguleika á öðru hruni eða einhverskonar samdrætti í efnahagslífinu. Konráð sagði að ef það yrði einhverskonar niðursveifla í efnahagslífinu þá sé staðan á Íslandi í dag öðruvísi en fyrir hrunið árið 2008. Skuldsetning heimila og fyrirtækja sé lítil og margt sem bendi til þess að Íslendingar séu betur í stakk búnir til að takast á við niðursveiflu. Það muni alltaf verða tímabundnir efnahagserfiðleikar en hægt sé að reyna að koma í veg fyrir þá og vera undir það búinn að takast á við slíka erfiðleika.Sami fjöldi og árið 2014 ef ferðamönnum fækkar um helming Hann tók sem dæmi að ef ferðamönnum hér á landi myndu fækka um 50 prósent þá yrði fjöldi þeirra sá sami og árið 2014, þegar mörgum þótti jafnvel of mikið af ferðamönnum á Íslandi. Ástandið gæti reynst blóðugt fyrir marga í stuttan tíma þar sem harkaleg aðlögun yrði en svo muni lífið halda áfram.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00