Capello spáir því að England vinni Frakka í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 14:30 Fabio Capello og ensku heimsmeistararnir frá 1966. Vísir/Samsett/Getty Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira