Capello spáir því að England vinni Frakka í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 14:30 Fabio Capello og ensku heimsmeistararnir frá 1966. Vísir/Samsett/Getty Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira