Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 19:00 Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann. Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30