Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 06:37 Michael Cohen var náinn samstarfsmaður Donald Trump til margra ára. Hann virðist ætla að verða forsetanum óþægur ljár í þúfu. Vísir/Getty Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent