Af þeim Slash og sléttbak Jóhannes Þ. Skúlason skrifar 26. júlí 2018 07:00 Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun