Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2018 06:26 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. VÍSIR/AFP CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent