Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa ekki gleymt sínu fólki og krefjast þess daglega að ákærur verði felldar niður og fangar leystir úr haldi. Þeir gátu þó fagnað ákvörðuninni sem tekin var í gær. Vísir/Afp Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00
Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52