Öryrkjar borga mun meira en áður Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Emil Thoroddsen skrifar 20. júlí 2018 07:00 Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun