Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 11:30 Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að hvalskurður Hvals hf hefði aldrei staðist reglugerð sem tók gildi árið 2010. Vísir/Vilhelm Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27