Spurningu beint til Samtaka atvinnulífsins Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2018 10:09 Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Landið selt? Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. 1. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar