Ég á mér draum Eva H. Baldursdóttir skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun