Tertan og mylsnan Þorvaldur Gylfason skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Reykjavík – Langflest látum við okkur varða um annað fólk fjær og nær, afkomu þess og líðan. Samúð með öðrum er okkur flestum í blóð borin hvort heldur í sorg eða gleði. Þess vegna látum við t.d. fé af hendi rakna til annarra sem minna mega sín, stundum langt frá heimahögum. Samfélag manna kallar á gagnkvæman áhuga, gagnkvæmt tillit. Sjálfselska – sérúð! – er að sönnu snar þáttur í lífi manna, en það er samúðin einnig. Siðvit og samvizka styðjast við hvort tveggja, umhyggju fyrir öðrum og ekki bara fyrir sjálfum sér og sínum. Þetta eru gömul sannindi sem siðfræðingurinn Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fjallaði um í merkri bók 17 árum áður en hann sendi frá sér Auðlegð þjóðanna sem hann er frægastur fyrir enn í dag. Kenningin um siðferðiskenndir, fyrri bókin, kom út 1759 og vakti þá þegar mikla athygli. Siðfræði var undanfari hagfræðinnar.Gagnkvæmt tillit Samúð vitnar um gagnkvæmt tillit. Sá sem hefur reynzt skeytingarlaus um velferð annarra vekur sjaldan samúð. Gagnkvæmt tillit kallar að sínu leyti á háttsemi, röð og reglu í samskiptum og afstæðum hlutföllum. Þetta hjálpar okkur að skilja hvers vegna flestu fólki mislíkar eða jafnvel blöskrar mikill munur á lífskjörum, þ.e. gróf misskipting. Spurðu næstum hvern sem er þessarar spurningar: Ef þú ættir kost á að búa í tveim löndum sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu er lífsgæðum tiltölulega jafnt skipt meðal almennings og í hinu landinu situr fámennur forréttindahópur að flestum gæðum, hvort landið kysirðu frekar? Sannaðu til: Langflestir kjósa heldur fyrra landið. Þessa niðurstöðu hafa hagfræðingar sannreynt með ýmsum tilraunum, t.d. með því að spyrja hvern og einn í hópi manna hvort hann kysi heldur mætti hann velja:l Kauphækkun um 5% handa sjálfum sér og einnig handa öllum öðrum eðal Kauphækkun um 7% handa sjálfum sér og 12% handa öllum öðrum. Flestir kjósa heldur fyrri kostinn þótt síðari kosturinn gæfi meira í aðra hönd. Hvers vegna? Menn hirða ekki aðeins um eigin tekjur í krónum talið heldur einnig miðað við aðra. Launþegar streitast jafnan gegn því að dragast aftur úr öðrum að tilefnislausu. Tekjuhlutföll skipta máli, einkum þegar misskipting þykir hafa keyrt um þverbak.Misskipting hefur afleiðingar Ójöfnuður á Íslandi keyrði um þverbak fram að hruni og minnkaði síðan aftur í hruninu en er samt mun meiri nú en áður var eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni Ójöfnuður á Íslandi (2017). Þar kemur t.d. fram (bls. 245) að munurinn á ráðstöfunartekjum ríkasta tíunda hluta heimilanna og fátækasta tíunda hlutans var tæplega sexfaldur 1993-1995, 16-faldur 2007 og nífaldur 2015. Bilið milli topps og botns er mun breiðara ef við miðum við ríkasta og fátækasta hundraðshlutann, þ.e. 1% frekar en 10%. Þannig jók ríkasti tíundi hluti íslenzkra heimila hlutdeild sína í heildartekjum úr 19% 1995 í 40% 2007 á meðan ríkasti hundraðshlutinn jók hlutdeild sína í heildartekjum úr 3% 1995 í 21% 2007. Sem sagt: Ríkasti hundraðshlutinn sjöfaldaði hlutdeild sína í heildartekjum á sama tíma og ríkasti tíundi hlutinn tvöfaldaði sína hlutdeild. Þetta voru meiri umskipti í ójafnaðarátt á þennan kvarða en jafnvel í Bandaríkjunum. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni námu tæpum 5 mkr. á mánuði að meðaltali 2017 eða 17-földum lágmarkslaunum. Þetta er meiri launamunur en áður tíðkaðist. Forstjórarnir taka sér þessir laun sjálfir í reynd enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Þeim fer ekki vel að segja nú að lítið sem ekkert svigrúm sé til kauphækkunar handa almennum launþegum. Sama á við um ríkið, helzta vinnuveitandann. Ríkisstjórnin notaði Kjararáð til að tryggja embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum ríflega kauphækkun sem þau kalla „leiðréttingu“ – 45% handa þingmönnum! Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og öðrum fer því ekki vel að tala nú um „lítið sem ekkert svigrúm“ til launahækkunar. Það er of seint. Launþegar krefjast ríflegrar kjarabótar í næstu samningalotu. Það er skiljanlegt. Þeim misbýður mörgum hugsunarlaus sjálftaka forstjóranna og nómenklatúrunnar. Launþegar líta margir svo á að treysti vinnuveitendur sér ekki til að greiða þeim viðunandi laun eigi forstjórarnir að fá sér önnur ábyrgðarminni verk að vinna. En þá fer verðbólgan aftur á skrið, segja vinnuveitendur og ríkisstjórn einum rómi. Í ykkar boði, segja launþegar. Verði ykkur að góðu. Þið hrifsuðuð til ykkar tertuna. Við sættum okkur ekki við mylsnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorvaldur Gylfason Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Langflest látum við okkur varða um annað fólk fjær og nær, afkomu þess og líðan. Samúð með öðrum er okkur flestum í blóð borin hvort heldur í sorg eða gleði. Þess vegna látum við t.d. fé af hendi rakna til annarra sem minna mega sín, stundum langt frá heimahögum. Samfélag manna kallar á gagnkvæman áhuga, gagnkvæmt tillit. Sjálfselska – sérúð! – er að sönnu snar þáttur í lífi manna, en það er samúðin einnig. Siðvit og samvizka styðjast við hvort tveggja, umhyggju fyrir öðrum og ekki bara fyrir sjálfum sér og sínum. Þetta eru gömul sannindi sem siðfræðingurinn Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fjallaði um í merkri bók 17 árum áður en hann sendi frá sér Auðlegð þjóðanna sem hann er frægastur fyrir enn í dag. Kenningin um siðferðiskenndir, fyrri bókin, kom út 1759 og vakti þá þegar mikla athygli. Siðfræði var undanfari hagfræðinnar.Gagnkvæmt tillit Samúð vitnar um gagnkvæmt tillit. Sá sem hefur reynzt skeytingarlaus um velferð annarra vekur sjaldan samúð. Gagnkvæmt tillit kallar að sínu leyti á háttsemi, röð og reglu í samskiptum og afstæðum hlutföllum. Þetta hjálpar okkur að skilja hvers vegna flestu fólki mislíkar eða jafnvel blöskrar mikill munur á lífskjörum, þ.e. gróf misskipting. Spurðu næstum hvern sem er þessarar spurningar: Ef þú ættir kost á að búa í tveim löndum sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu er lífsgæðum tiltölulega jafnt skipt meðal almennings og í hinu landinu situr fámennur forréttindahópur að flestum gæðum, hvort landið kysirðu frekar? Sannaðu til: Langflestir kjósa heldur fyrra landið. Þessa niðurstöðu hafa hagfræðingar sannreynt með ýmsum tilraunum, t.d. með því að spyrja hvern og einn í hópi manna hvort hann kysi heldur mætti hann velja:l Kauphækkun um 5% handa sjálfum sér og einnig handa öllum öðrum eðal Kauphækkun um 7% handa sjálfum sér og 12% handa öllum öðrum. Flestir kjósa heldur fyrri kostinn þótt síðari kosturinn gæfi meira í aðra hönd. Hvers vegna? Menn hirða ekki aðeins um eigin tekjur í krónum talið heldur einnig miðað við aðra. Launþegar streitast jafnan gegn því að dragast aftur úr öðrum að tilefnislausu. Tekjuhlutföll skipta máli, einkum þegar misskipting þykir hafa keyrt um þverbak.Misskipting hefur afleiðingar Ójöfnuður á Íslandi keyrði um þverbak fram að hruni og minnkaði síðan aftur í hruninu en er samt mun meiri nú en áður var eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni Ójöfnuður á Íslandi (2017). Þar kemur t.d. fram (bls. 245) að munurinn á ráðstöfunartekjum ríkasta tíunda hluta heimilanna og fátækasta tíunda hlutans var tæplega sexfaldur 1993-1995, 16-faldur 2007 og nífaldur 2015. Bilið milli topps og botns er mun breiðara ef við miðum við ríkasta og fátækasta hundraðshlutann, þ.e. 1% frekar en 10%. Þannig jók ríkasti tíundi hluti íslenzkra heimila hlutdeild sína í heildartekjum úr 19% 1995 í 40% 2007 á meðan ríkasti hundraðshlutinn jók hlutdeild sína í heildartekjum úr 3% 1995 í 21% 2007. Sem sagt: Ríkasti hundraðshlutinn sjöfaldaði hlutdeild sína í heildartekjum á sama tíma og ríkasti tíundi hlutinn tvöfaldaði sína hlutdeild. Þetta voru meiri umskipti í ójafnaðarátt á þennan kvarða en jafnvel í Bandaríkjunum. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni námu tæpum 5 mkr. á mánuði að meðaltali 2017 eða 17-földum lágmarkslaunum. Þetta er meiri launamunur en áður tíðkaðist. Forstjórarnir taka sér þessir laun sjálfir í reynd enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Þeim fer ekki vel að segja nú að lítið sem ekkert svigrúm sé til kauphækkunar handa almennum launþegum. Sama á við um ríkið, helzta vinnuveitandann. Ríkisstjórnin notaði Kjararáð til að tryggja embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum ríflega kauphækkun sem þau kalla „leiðréttingu“ – 45% handa þingmönnum! Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og öðrum fer því ekki vel að tala nú um „lítið sem ekkert svigrúm“ til launahækkunar. Það er of seint. Launþegar krefjast ríflegrar kjarabótar í næstu samningalotu. Það er skiljanlegt. Þeim misbýður mörgum hugsunarlaus sjálftaka forstjóranna og nómenklatúrunnar. Launþegar líta margir svo á að treysti vinnuveitendur sér ekki til að greiða þeim viðunandi laun eigi forstjórarnir að fá sér önnur ábyrgðarminni verk að vinna. En þá fer verðbólgan aftur á skrið, segja vinnuveitendur og ríkisstjórn einum rómi. Í ykkar boði, segja launþegar. Verði ykkur að góðu. Þið hrifsuðuð til ykkar tertuna. Við sættum okkur ekki við mylsnuna.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun