Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Gissur Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2018 14:15 Starfsmenn Rarik að störfum í gærkvöldi. VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart. Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart.
Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39