Við bíðum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Tækni Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun