Uppreisnin Haukur Örn Birgisson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun