Uppreisnin Haukur Örn Birgisson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem telja sjálfa sig vera uppreisnargjarna og róttæka átt töluverðu fylgi að fagna í kosningum og skoðanakönnunum. Þessir flokkar hafa boðað andstöðu við ríkjandi spillingarfyrirkomulag stjórnmálanna, endalok fjórflokksins og auðvaldsins sem bera víst ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Uppreisnarflokkarnir tala fyrir nýjum stjórnmálum, umræðuhefðum og verklagi. Byltingar er þörf á ákveðnum sviðum, segja þeir. Það getur verið þægilegt að tala úr þessari átt og það felst ákveðið frelsi í því að fá að fullyrða að aðrir beri ábyrgð á núvarandi ástandi, finna sama ástandi allt til foráttu og boða nýja og gjörbreytta tíma. Það er vel skiljanlegt að margir kjósendur kaupi slíkan málflutning því hann getur verið sannfærandi þegar hann stafar frá skeleggum ræðumönnum. Ákveðin kaldhæðni felst hins vegar í því að ráðast gegn Kerfinu en njóta um leið ávaxta þess og nýta sér það til fullnustu. Að boða byltingar gegn núverandi stjórnkerfi og auðvaldinu á sama tíma og byltingargreinarnar eru skrifaðar á fartölvur frá stærsta fyrirtæki heims og þær birtar á Facebook vegg flokksins. Svo eru tugmilljóna ríkisstyrkirnir notaðir í að greiða rekstrarkostnað flokksskrifstofunnar og framleiðslu kosningamyndbandanna sem birtast á YouTube. Það er þægilegt að vera uppreisnarmaður á meðan maður getur treyst því að aðrir séu það ekki. Að standa upp og yfirgefa þingpallana á Þingvöllum í fullri vissu um að hinir haldi áfram að gera skyldu sína. Að flytja ræður úr pontunum sem aðrir reistu fyrir mann og setja hauskúpulímmiða framan á Apple tölvuna sína, vitandi það að skútan heldur áfram siglingunni með jarðbundnari skipstjóra í brúnni. Til fjandans með Kerfið og kapítalismann – eða svona næstum því.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun