Sport

Fjórir íslenskir keppendur á EM í frjálsum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslensku keppendurnir sem keppa á Ólympíuleikvanginum í Berlín í vikunni
Íslensku keppendurnir sem keppa á Ólympíuleikvanginum í Berlín í vikunni vísir/frí
Fjórir íslenskir keppendur verða meðal keppenda á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í gær og stendur til sunnudagsins tólfta águst.

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR keppir í átta hundruð metra hlaupi. Undanriðlarnir fara fram í dag, undanúslitin á morgun og úrslitin svo á föstudag.

Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, keppir einnig í dag en á morgun hefur Sindri Hrafn Guðmundsson, úr Breiðablik, keppni.

Síðast en ekki síst er Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, við keppni á mótinu. Hún keppir í spjótkasti en leikar hefjast hjá Ásdísi fyrir hádegi á fimmtudag.

Einar Vilhjámsson, Honore Hoedt, John Annerud, Olaf van den Berg og Pétur Guðmundsson eru í þjálfara- og fagteymi hópsins en Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×