Meta hversu langt gjóskuflóð úr Öræfajökli gæti náð Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2018 11:00 Hópurinn setur saman GPR-mæla á sléttum nærri Hofi í Öræfum. Með þeim leituðu þau að merkjum um gjóskuflóð frá eldgosinu í Öræfajökli árið 1362. Helga Kristín Torfadóttir Jarðvísindamenn rannsaka nú tún suður af Öræfajökli til að meta hversu langt gjóskuflóð úr hamfaragosi á 14. öld teygði sig. Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur, segir að gosið sé alltaf að stækka eftir því sem hópurinn finnur fleiri ummerki um það. Nýlegar hræringar í eldstöðinni undir Öræfajökli sem hefur legið í dvala um aldir hafa valdið vangaveltum um hvort ástæða sé til þess að hækka viðbúnaðarstig vegna mögulegs eldgoss í jöklinum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt en eldfjallarvárhópur frá Háskóla Íslands rannsakar nú merki um fyrri gos í Öræfajökli, þar á meðal hamfaragosið árið 1362.Ekkert sleppur lifandi undan gjóskuflóði Gjóskuflóð eru ein helsta ógnin við byggð í kringum Öræfajökul, að sögn Helgu Kristínar. Þau geta átt sér stað í eldgosum ef gosmökkur þeirra fellur skyndilega saman. Þá getur allt að þúsund gráðu heit gjóska hlaupið niður hlíðar á fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund. „Það sleppur ekkert lifandi undan svoleiðis,“ segir Helga Kristín. Það gerðist í hamfaragosinu árið 1362 sem er það mannskæðasta sem orðið hefur á Íslandi. Gjóskuflóðið lagði sveitirnar fyrir sunnan jökulinn í rúst. Svæðið hafði verið grænt og frjósamt og þekkt sem Litla-Hérað. Eftir hamfarirnar fékk það hins vegar nafnið Öræfi. Vísindamennirnir ganga nú um tún við bæinn Hof fyrir sunnan Öræfajökul með svonefndar jarðsjár, radarmæla sem geta greint þykkt gjóskulaga frá gosinu fyrir tæpum sjö hundruð árum. Helga Kristín segir að þær mælingar hafi gengið vel en unnið verði úr gögnunum í haust. „Við erum að reyna að sjá hversu langt það hefur farið út á sléttuna og hversu umfangsmikið lagið er. Þetta hjálpar til við að sjá hversu langt þetta drífur út á sléttuna og hversu stórt þetta gos hefur verið,“ segir Helga Kristín um leifar gjóskuflóðsins sunnan jökulsins.Helga Kristín (t.v.) ásamt Ölmu Gythu Huntdington Williams ganga með radarmæli sunnan Öræfajökuls. Hún segir það nokkuð puð þar sem tækin séu þung og ganga þurfi langar vegalengdir með mælana.Helga Kristín TorfadóttirGosið alltaf að stækka og stækka Hópurinn hefur verið á ferð við jökulinn undanfarna daga og fann meðal annars gíga frá minna gosi sem átti sér stað árið 1727 sem talið hafði verið að væru faldir undir jökli. Vísbendingarnar sem hópurinn hefur fundið um stóra gosið árið 1362 benda til þess að það hafi verið enn stærra en vísindamenn höfðu talið. „Fyrir okkur finnst okkur eins og þetta gos sé að stækka miðað við gögnin sem við erum að sjá,“ segir Helga Kristín. Rannsóknirnar gefa vísindamönnunum þannig betri hugmynd um hvað eldgos í Öræfajökli gæti haft í för með sér. Ólíkt öskufalli eru það ekki veður og vindar sem stjórna því í hvaða átt gjóskuflóð streyma. „Það fer eftir því hvar í eldstöðinni gýsÞað fer eftir því hvaða dalur verður fyrir valinu. Það fer eftir því hvaða brún er fyrir valinu í gosinu. Þá er líklegra að gosið fari í átt að þeirri brún,“ segir Helga Kristín.Eldstöðin undir Öræfajökli hefur lengið í dvala undanfarnar aldir en hefur rumskað að undanförnu.Fréttablaðið/GunnþóraTæki flóðið aðeins örfáar mínútur að ná til byggða Ef gos hæfist í Öræfajökli væru flest allir bæir í Öræfum í hættu. Þá bendir Helga Kristín á að þjóðvegurinn sé uppvið fjallið og mikill ferðamannaiðnaður. Gjóskuflóð tæki aðeins örfáar mínútur að ná að þjóðveginum og bæjunum í kring. Mikilvægt sé að gera varúðarráðstafanir af þessum sökum. „Það er í rauninni allt sem er upp við fjallið sem getur orðið fyrir þessu,“ segir hún. Spurð út í hversu langur fyrirvari gæti verið á gosi í jöklinum segir Helga Kristín að jarðskjálftar gætu mælst klukkustundum eða í mesta lagi sólahring fyrir gos. Gos gæti einnig hafist fyrirvaralaust. „Maður þarf bara að læra að þekkja eldstöðina með öllum þessum rannsóknum til þess að átta sig á hversu umfangsmikil þessa gos geta orðið,“ segir hún. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Jarðvísindamenn rannsaka nú tún suður af Öræfajökli til að meta hversu langt gjóskuflóð úr hamfaragosi á 14. öld teygði sig. Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur, segir að gosið sé alltaf að stækka eftir því sem hópurinn finnur fleiri ummerki um það. Nýlegar hræringar í eldstöðinni undir Öræfajökli sem hefur legið í dvala um aldir hafa valdið vangaveltum um hvort ástæða sé til þess að hækka viðbúnaðarstig vegna mögulegs eldgoss í jöklinum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt en eldfjallarvárhópur frá Háskóla Íslands rannsakar nú merki um fyrri gos í Öræfajökli, þar á meðal hamfaragosið árið 1362.Ekkert sleppur lifandi undan gjóskuflóði Gjóskuflóð eru ein helsta ógnin við byggð í kringum Öræfajökul, að sögn Helgu Kristínar. Þau geta átt sér stað í eldgosum ef gosmökkur þeirra fellur skyndilega saman. Þá getur allt að þúsund gráðu heit gjóska hlaupið niður hlíðar á fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund. „Það sleppur ekkert lifandi undan svoleiðis,“ segir Helga Kristín. Það gerðist í hamfaragosinu árið 1362 sem er það mannskæðasta sem orðið hefur á Íslandi. Gjóskuflóðið lagði sveitirnar fyrir sunnan jökulinn í rúst. Svæðið hafði verið grænt og frjósamt og þekkt sem Litla-Hérað. Eftir hamfarirnar fékk það hins vegar nafnið Öræfi. Vísindamennirnir ganga nú um tún við bæinn Hof fyrir sunnan Öræfajökul með svonefndar jarðsjár, radarmæla sem geta greint þykkt gjóskulaga frá gosinu fyrir tæpum sjö hundruð árum. Helga Kristín segir að þær mælingar hafi gengið vel en unnið verði úr gögnunum í haust. „Við erum að reyna að sjá hversu langt það hefur farið út á sléttuna og hversu umfangsmikið lagið er. Þetta hjálpar til við að sjá hversu langt þetta drífur út á sléttuna og hversu stórt þetta gos hefur verið,“ segir Helga Kristín um leifar gjóskuflóðsins sunnan jökulsins.Helga Kristín (t.v.) ásamt Ölmu Gythu Huntdington Williams ganga með radarmæli sunnan Öræfajökuls. Hún segir það nokkuð puð þar sem tækin séu þung og ganga þurfi langar vegalengdir með mælana.Helga Kristín TorfadóttirGosið alltaf að stækka og stækka Hópurinn hefur verið á ferð við jökulinn undanfarna daga og fann meðal annars gíga frá minna gosi sem átti sér stað árið 1727 sem talið hafði verið að væru faldir undir jökli. Vísbendingarnar sem hópurinn hefur fundið um stóra gosið árið 1362 benda til þess að það hafi verið enn stærra en vísindamenn höfðu talið. „Fyrir okkur finnst okkur eins og þetta gos sé að stækka miðað við gögnin sem við erum að sjá,“ segir Helga Kristín. Rannsóknirnar gefa vísindamönnunum þannig betri hugmynd um hvað eldgos í Öræfajökli gæti haft í för með sér. Ólíkt öskufalli eru það ekki veður og vindar sem stjórna því í hvaða átt gjóskuflóð streyma. „Það fer eftir því hvar í eldstöðinni gýsÞað fer eftir því hvaða dalur verður fyrir valinu. Það fer eftir því hvaða brún er fyrir valinu í gosinu. Þá er líklegra að gosið fari í átt að þeirri brún,“ segir Helga Kristín.Eldstöðin undir Öræfajökli hefur lengið í dvala undanfarnar aldir en hefur rumskað að undanförnu.Fréttablaðið/GunnþóraTæki flóðið aðeins örfáar mínútur að ná til byggða Ef gos hæfist í Öræfajökli væru flest allir bæir í Öræfum í hættu. Þá bendir Helga Kristín á að þjóðvegurinn sé uppvið fjallið og mikill ferðamannaiðnaður. Gjóskuflóð tæki aðeins örfáar mínútur að ná að þjóðveginum og bæjunum í kring. Mikilvægt sé að gera varúðarráðstafanir af þessum sökum. „Það er í rauninni allt sem er upp við fjallið sem getur orðið fyrir þessu,“ segir hún. Spurð út í hversu langur fyrirvari gæti verið á gosi í jöklinum segir Helga Kristín að jarðskjálftar gætu mælst klukkustundum eða í mesta lagi sólahring fyrir gos. Gos gæti einnig hafist fyrirvaralaust. „Maður þarf bara að læra að þekkja eldstöðina með öllum þessum rannsóknum til þess að átta sig á hversu umfangsmikil þessa gos geta orðið,“ segir hún.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30
Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jarðvísindahópur frá Háskóla Íslands er við rannsóknir við jökulinn. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um að hækka viðbúnaðarstig 14. ágúst 2018 18:30