Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2018 10:16 James Clapper (f.m.) er einn fyrrverandi leyniþjónustumanna sem segist standa með John Brennan (t.h.). Vísir/EPA Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven. Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven.
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26