Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. ágúst 2018 20:46 Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki. Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08
Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22