Samningaviðræður um Heklureitinn strand Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:52 Heklureiturinn á að skila borginni um 350 íbúðum miðsvæðis. Samningaviðræður þokast hægt. Fréttablaðið/Eyþór. Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira