Eftirlitsþjóðfélag Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:30 Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar