Dýrkeypt andvaraleysi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. ágúst 2018 05:15 Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar