Butorac er 28 ára skotbakvörður og er 1,93 metrar á hæð. Hann hefur verið á mála hjá liðum í Króatíu, Svíðþjóð og Þýskalandi. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Króatíu.
Butorac er fenginn til liðs við Tindastól til þess að fylla í skarð Sigtryggs Arnars Björnssonar sem fór til Grindavíkur í sumar.
Tindastóll varð bikarmeistari á síðasta tímabili og komst í úrslitaeinvígið í deildinni þar sem liðið tapaði fyrir KR.