Varnargarðar Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:45 Evrópurétturinn flæðir óhindraður inn árósa og upp árnar, ekkert getur hindrað hann, svo vitnað sé til frægra ummæla enska dómarans Dennings lávarðar. Víst er það svo að Evrópureglurnar flæða inn í EES-samninginn. Þó er sá varnargarður fyrir hendi hér á landi að reglur EES-samningsins taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið lögfestar. Með EES-samningnum er komið á fjórfrelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, för launþega, sjálfstætt starfandi og fyrirtækja og afnámi hafta á fjármagnsflutninga. Margar EES-tilskipanir og reglugerðir heimila undanþágur frá fjórfrelsinu sem eiga að varna því að opnun markaða geti skaðað innlenda hagsmuni. Hagsmunir atvinnulífsins eru því best tryggðir með því að taka slíkar gerðir sem fyrst upp í EES-samninginn og innleiða án tafar. Hér skiptir máli að frá því að gerðirnar taka gildi í ESB, og jafnvel fyrr, ættu íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar að geta haft nægan tíma til að skoða ætluð áhrif. Það má spyrja um forgangsröðun en undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld ekki náð að lögfesta tilskipanir og reglugerðir tímanlega og eru neðst á frammistöðulista ESA þó staðan hafi batnað. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar settar eru reglur sem snerta vinnumarkaðinn og setja varnargarða þar sem það má. Í lok júní samþykkti Alþingi innleiðingarlög (nr. 75/2018) vegna nýrrar tilskipunar sem hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Það er nýmæli. Lögin breyta m.a. lögum um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur, bæta eftirlit og koma m.a. á keðjuábyrgð í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, þ.e. ábyrgð fyrirtækja er nota sér þjónustu erlendra fyrirtækja á vangoldnum lágmarkslaunum, launaþáttum og launatengdum gjöldum. En góðri innleiðingu lýkur ekki á Alþingi. Tryggja þarf rétta beitingu EES-reglna. Hjá Þjóðskrá tíðkast að skrá einungis sem EES-launþega þá sem afla tiltekinnar lágmarksfjárhæðar launa eða ígildis hennar jafnvel þótt viðkomandi sé í hlutastarfi. Þannig geta atvinnurekendur ráðið „sjálfboðaliða“ sem jafnvel starfa á svörtum vinnumarkaði en er ekki skylt að skrá sig sem EES-launþega hjá Þjóðskrá. Vandséð er að framkvæmd Þjóðskrár standist ákvæði EES-samningsins því einstökum ríkjum er óheimilt að skilgreina einhliða hvað telst vera EES-launþegi. Hér er varnargarður á röngum stað og truflar samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópurétturinn flæðir óhindraður inn árósa og upp árnar, ekkert getur hindrað hann, svo vitnað sé til frægra ummæla enska dómarans Dennings lávarðar. Víst er það svo að Evrópureglurnar flæða inn í EES-samninginn. Þó er sá varnargarður fyrir hendi hér á landi að reglur EES-samningsins taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið lögfestar. Með EES-samningnum er komið á fjórfrelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, för launþega, sjálfstætt starfandi og fyrirtækja og afnámi hafta á fjármagnsflutninga. Margar EES-tilskipanir og reglugerðir heimila undanþágur frá fjórfrelsinu sem eiga að varna því að opnun markaða geti skaðað innlenda hagsmuni. Hagsmunir atvinnulífsins eru því best tryggðir með því að taka slíkar gerðir sem fyrst upp í EES-samninginn og innleiða án tafar. Hér skiptir máli að frá því að gerðirnar taka gildi í ESB, og jafnvel fyrr, ættu íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar að geta haft nægan tíma til að skoða ætluð áhrif. Það má spyrja um forgangsröðun en undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld ekki náð að lögfesta tilskipanir og reglugerðir tímanlega og eru neðst á frammistöðulista ESA þó staðan hafi batnað. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar settar eru reglur sem snerta vinnumarkaðinn og setja varnargarða þar sem það má. Í lok júní samþykkti Alþingi innleiðingarlög (nr. 75/2018) vegna nýrrar tilskipunar sem hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Það er nýmæli. Lögin breyta m.a. lögum um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur, bæta eftirlit og koma m.a. á keðjuábyrgð í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, þ.e. ábyrgð fyrirtækja er nota sér þjónustu erlendra fyrirtækja á vangoldnum lágmarkslaunum, launaþáttum og launatengdum gjöldum. En góðri innleiðingu lýkur ekki á Alþingi. Tryggja þarf rétta beitingu EES-reglna. Hjá Þjóðskrá tíðkast að skrá einungis sem EES-launþega þá sem afla tiltekinnar lágmarksfjárhæðar launa eða ígildis hennar jafnvel þótt viðkomandi sé í hlutastarfi. Þannig geta atvinnurekendur ráðið „sjálfboðaliða“ sem jafnvel starfa á svörtum vinnumarkaði en er ekki skylt að skrá sig sem EES-launþega hjá Þjóðskrá. Vandséð er að framkvæmd Þjóðskrár standist ákvæði EES-samningsins því einstökum ríkjum er óheimilt að skilgreina einhliða hvað telst vera EES-launþegi. Hér er varnargarður á röngum stað og truflar samkeppni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun