Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hluti auglýsingarinnar sem birtist á síðu 3 í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Fullyrðingin "50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní. Skjáskot Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17