Sjálfsögð mannréttindi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:00 Dags daglega hugsum við kannski ekki mikið um mannréttindi enda búum við í samfélagi þar sem mannréttindi eru ágætlega tryggð. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að mannréttindum og við getum verið stolt af því samfélagi sem við höfum byggt, samfélag sem grundvallað er á mannréttindum, lögum og rétti. En þótt við göngum að þessum mannréttindum sem vísum þá lýkur aldrei baráttunni og varðstöðunni fyrir þau. Gleðigangan er frábær leið til að fagna þeim mannréttindum sem áunnist hafa og um leið undirstrikar hún að baráttunni fyrir þeim lýkur aldrei. Það er ekki annað hægt en að vera glöð og stolt yfir því hversu samfélagi okkar hefur miðað í átt til skilnings á þeirri einföldu reglu að kynhneigð hvers og eins er einkamál sem hvorki ríkisvaldi né nokkrum öðrum kemur við. Nokkuð er síðan mismunun í lögum vegna samkynhneigðar var afnumin og hjónabönd samkynhneigðra eru til jafns við önnur hjónabönd. Þetta er reyndar svo sjálfsagt að það á ekki að þurfa að tala um þetta, en það eru ekki margir áratugir síðan staðan var allt önnur. En það er ekki nóg að jöfn lagaleg staða fólks óháð kynhvöt hafi áunnist. Viðurkenning samfélagsins, skilningur og víðsýni veitir lögunum innihald og skapar raunverulegt jafnrétti og raunverulegt frelsi. Við skulum nefnilega muna að mannrétti eins eru um leið mannréttindi allra, ábyrgðin okkar á því að sækja þau og verja er því sameiginleg, rétt eins og ávinningurinn sem felst í því að lifa og búa í sanngjörnu, víðsýnu og umburðarlyndu þjóðfélagi – göngum saman fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Dags daglega hugsum við kannski ekki mikið um mannréttindi enda búum við í samfélagi þar sem mannréttindi eru ágætlega tryggð. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að mannréttindum og við getum verið stolt af því samfélagi sem við höfum byggt, samfélag sem grundvallað er á mannréttindum, lögum og rétti. En þótt við göngum að þessum mannréttindum sem vísum þá lýkur aldrei baráttunni og varðstöðunni fyrir þau. Gleðigangan er frábær leið til að fagna þeim mannréttindum sem áunnist hafa og um leið undirstrikar hún að baráttunni fyrir þeim lýkur aldrei. Það er ekki annað hægt en að vera glöð og stolt yfir því hversu samfélagi okkar hefur miðað í átt til skilnings á þeirri einföldu reglu að kynhneigð hvers og eins er einkamál sem hvorki ríkisvaldi né nokkrum öðrum kemur við. Nokkuð er síðan mismunun í lögum vegna samkynhneigðar var afnumin og hjónabönd samkynhneigðra eru til jafns við önnur hjónabönd. Þetta er reyndar svo sjálfsagt að það á ekki að þurfa að tala um þetta, en það eru ekki margir áratugir síðan staðan var allt önnur. En það er ekki nóg að jöfn lagaleg staða fólks óháð kynhvöt hafi áunnist. Viðurkenning samfélagsins, skilningur og víðsýni veitir lögunum innihald og skapar raunverulegt jafnrétti og raunverulegt frelsi. Við skulum nefnilega muna að mannrétti eins eru um leið mannréttindi allra, ábyrgðin okkar á því að sækja þau og verja er því sameiginleg, rétt eins og ávinningurinn sem felst í því að lifa og búa í sanngjörnu, víðsýnu og umburðarlyndu þjóðfélagi – göngum saman fyrir okkur öll.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar