Grindhval rak á land í Grafarvogi Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 10. ágúst 2018 12:51 Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm Vísindi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm
Vísindi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira