Hulin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun