New York Times fjallar ítarlega um vanda lundans við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 11:45 Af hverju er lundinn að hverfa? Það er djúpt á svarinu segir í fyrirsögn New York Times. Mynd/NYT Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér. Loftslagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér.
Loftslagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira