Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2018 17:00 Þrír skýstrókar fóru yfir við bæinn Norðurhjáleigu á föstudag. Brak fauk fleiri hundruð metra. Sæunn Káradóttir Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún. Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún.
Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36