Ljósi varpað á stóra súpumálið Rannveig Ernudóttir skrifar 28. ágúst 2018 08:45 Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun