Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Róhingi í Kutupalong-flóttamannabúðunum. Vísir/Getty Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45