SFS harma breytingar á grundvelli meints brottkasts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Frumvarpsdrögin veita heimild til rafrænnar vöktunar með löndun afla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30